Mini sem langbakur

The image “http://www.fib.is/myndir/Mini-minivan.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Stækkaður Mini langbakur - innan tveggja ára.
Það muna sjálfsagt margir miðaldra og eldri borgarar eftir langbaksútgáfu gamla Mini bílsins sem nefndist Mini Clubman Estate. Nú er á teikniborðinu ný skutbílsútgáfa hins nýja Mini en ekki vitum við hvort hann muni fá hið gamla og virðulega nafn, Clubman Estate. Það á eftir að koma í ljós. Bíllinn mun koma á markað innan tveggja ára.
Nútíma-Mini sem er í eigu BMW hefur gengið afar vel í Evrópu enda er um afbragðs akstursbíl að ræða. BMW vinnur nú að því að fjölga undirgerðum hans og er langbakurinn ein þeirra, en nýlega kom blæjuútgáfa fram á sjónarsviðið. Langbakurinn verður lengri en hinn hefðbundni Mini og fimm dyra. Reiknað er með 250 þúsund eintaka ársframleiðslu af honum
Að því er breska bílatímaritið Auto Express segir, verða aftari hliðardyrnar með sama sniði og í sportbíl ársins á Íslandi, Mazda RX-8, eða þannig að hurðirnar verða á lömum að aftanverðu og enginn hurðastafur verður milli fremri og aftari hliðardyra.