Minna en helmingur á negldum dekkjum í vetur

http://www.fib.is/myndir/Vetrarbilldk.jpg
Stöðugt fækkar þeim sem kjósa negld vetrardekk.

Alls svöruðu 1351 spurningu okkar hér á vefnum um það hversonar vetrarhjólbarða fólk hygðist hafa undir bílum sínum í vetur. Athygli vekur að mun færri en áður sögðust ætla að hafa negld dekk undir bílnum, eða 31,2%. Hingað til hafa þeir aldrei farið undir 50% í samskonar FÍB-könnunum.

Negldu dekkin eru því á greinilegu undanhaldi enda eru nú orðið aðrir kostir nánast jafn góðir í boði auk þess sem þrengt hefur verið að notkun nagladekkjanna mjög víða. Bæði hafa þau verið bönnuð í mörgum fjölmennustu ríkjum Evrópu og framleiðsla, framboð á þeim og fjölbreytni því dregist saman. http://www.fib.is/myndir/Vetrard.konnun06-lett.jpg

Í stað negldra dekkja eru nú komin ónegld vetrardekk sem standast negldum nánast snúning hvað varðar grip í hálku en eru laus við ókosti negldu dekkjanna sem eru hávaði, meira vegaslit og verra grip á auðum vegum. Af þessum ástæðum vafalítið – og efalaust fleiri- kjósa fleiri Íslendingar en áður að sleppa nöglunum.