Minni eftirspurn eftir olíu

Hátt heimsmarkaðsverð á olíu og efnahagslegur samdráttur dregur úr eftirspurn eftir olíu í heiminum. Alþjóða orkumálastofnunin (IEA) segir að eftirspurn eftir olíu hafi staðið í stað í liðnum júnímánuði.

Ný mánaðarskýrsla IEA um oliumarkaðinn var birt í gær. Samkvæmt skýrslunni hefur dregið verulega úr eftirspurn en á sama tíma hefur framboð verið að aukast. Sádí Arabía jók framleiðslu sína í júlí um100,000 tunnur á dag og náði að framleiða 9.8 milljón tunnur á dag. Þetta er mesta framleiðsla þeirraí 30 ár. Sádar hafa aukið framleiðsluna um 1.1 m. tunna á dag samanborið við framleiðsluna í upphafi árs. Framleiðsluaukning Opec olíuframleiðsluríkjanna hefur að fullu bætt fyrir samdráttinn vegna átakanna í Líbýu.

Hátt olíuverð hefur einnig haft áhrif á neyslu. Heildareftirspurn eftir olíu í Asíu minnkaði um 500,000 tunnur á dag frá maí til júní og fór úr 20.6 m. tunnum niður í 20.1 m. tunnur á dag. Þessi samdráttur var fyrst og fremst vegna 1.5% minni eftirspurnar í Kína. IEA áætlar nú að eftirspurn eftir olíu í heiminum muni dragst saman um 100,000 tunnur á dag samanborið við fyrri spár og verði 89.5 m. tunnur á dag.

Í skýrslu IEA kemur einnig fram að erfið skuldastaða margra Evrópuríkja og Bandaríkjanna ásamt líklegum hagvaxtarsamdrætti í Kína og á Indlandi auki enn á óvissu um framhaldið.

 

http://www.fib.is/myndir/north_sea_rig_470x324.jpg