Mitsubishi í Japan og PSA í Frakklandi í samstarf um framleiðslu á rafbíl

  Mitsubishi Motors og PSA í Frakklandi (Citroen-Peugeot) hafa gert með sér samstarfssamning um framleiðslu á rafmagnsbílum sem byggðir verða á Mitsubishi i-MiEV.

Mitsubishi i-MiEV er á meðal fyrstu fjöldaframleiddu rafmagnsbíla sem koma á almennan markað og um næstu áramót koma fyrstu i-MiEV til Íslands á vegum HEKLU hf. Bílarnir koma hingað til reynslu og síðar er fleiri bíla að vænta sem þá koma í almenna sölu. Ráðgert er að sala hefjist á árinu 2010 hér á landi.

Fyrr í dag, 4. september, undirrituðu Osamu Masuko forstjóri Mitsubishi Motors Corporation (MMC), and Philippe Varin, forstjóri PSA, - Peugeot/Citroën samstarfssamning um framleiðslu rafbíla. Meginatriði samningsins eru þau að halda áfram í sameiningu þróun rafbílsins i-MiEV sem markaðssettur verður í Evrópu í senn sem Mitsubishi og sem Peugeot og sem Citroën.  Framleiðslan fyrir Evrópumarkaðinn skal hefjast í október 2010 og bíllinn síðan koma á almennan bílamarkað undir lok þess sama árs.

 

Mitsubishi i-MiEV er að megninu til smábíllinn Y, sem verið hefur á markaði í Japan sem bensínbíll undanfarin tvö ár og í rafmagnsútgáfu síðan á fyrrihluta þessa árs. Þar sem hann er nánast eingöngu hugsaður fyrir heimamarkaðinn hefur hann einungis verið framleiddur með hægri handar stýri fram að þessu. Framleiðsla á vinstri handar stýrðum bílum hefst á næsta ári.