Mitsubishi og PSA í samvinnu um rafmagnsbíla

 

http://www.fib.is/myndir/Mitsubishi-MiEV2stk.jpg

Tveir rafbílar. MMC MiEV tv. og iMiEV Sport Air til hægri.

Fulltrúar Mitsubishi Motors Corporation (MMC) og PSA Peugeot Citroen hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf við að framþróa rafknúin farartæki sem byggð verða á rafbíl sem Mitsubishi í Japan er þegar að vinna að.

Samvinna  fyrirtækjanna snýst um að aðlaga smábílinn Mitsubishi MiEV að aðstæðum á evrópskum bílamarkaði og setja síðan á almennan markað í lok ársins 2010 og í ársbyrjun 2011. Markaðssetning bílsins í Evrópu verður bæði undir merkjum Peugeot og Mitsubishi.
http://www.fib.is/myndir/MitsubishiMiEV_layout.jpg
Mitsubishi frumsýnir tvo rafmagnsbíla á Genfarbílasýningunni sem opnuð var í morgun. Annarsvegar er það Mitsubishi MiEV rafbíllinn er sýndur  Auk hans er þar einnig sýnd sportgerð bílsins sem nefnist iMiEV Sport Air. Sportútgáfan er með glerþaki en í það og í húddið eru felldar sólarsellur til að drýgja strauminn á líþíumrafhlöðunum þegar sólin skín.

http://www.fib.is/myndir/Mitsub.iMiEVfram.jpgRafgeymarnir eru felldir í gólf bílsins en vélin og búnaður hennar er afturí bílnum eins og sjá má á mynd hér til hliðar. Rafmótorinn er 60 kílówatta með 230 Newtonmetra vinnslu. Það er heldur meira en í frumgerðinni sem reyndar væntanleg er til Íslands undir lok þessa árs. Afl þess bíls er 47 kílówött. Bílatíðindamaður FÍB  ók reyndar þeim bíl hér á Íslandi í tengslum við alþjóðaráðstefnuna um sjálfbærar samgöngur í fyrrar. Bíllinn reyndist ágætur í akstri, vann vel og var á flestan hátt áþekkur venjulegum góðum smábíl, nema hljóðlátari.