Moskvich bílamerkið hefur nú verið endurvakið

Hið sofandi bílamerki Moskvich frá Sovéttímanum hefur nú verið  endurvakið. Alþjóðlegu refsiaðgerðirnar gera Rússlandi erfitt fyrir að smíða bíla og mörg erlend bílamerki hafa yfirgefið landið alfarið. Til að leysa vandamálið verða Rússland að endurvekja sofandi Moskvich vörumerkið. Þar sem Renault seldi hlut sinn í Avtovaz bílasamsteypunni getur verksmiðjan fyrir utan Moskvu sem notuð var til samstarfsins nú smíðað Moskvich bíla í staðinn.

Fyrsta gerðin verður ekki nútímavædd útgáfa af gömlum gerðum merkisins frá Sovéttímanum, heldur aðeins nútímalegri kínverskur crossover sem verður búinn Moskvich-merkinu. Samkvæmt upplýsingum Reuters fréttastofunnar snýst það um kínverska hópinn JAC, sem sér Rússum fyrir bensínknúnri gerð af bílnum  Fyrsta gerðin mun rúlla af færibandinu í desember og stefna Rússar að smíða 100.000 Moskvich bíla árlega.

Vörumerkið var stofnað árið 1929 og skapaði sér nafn með því að smíða trausta og einfalda bíla, en hefur einnig verið efni í marga rússneska brandara um lélegan áreiðanleika og langan afhendingartíma. Moskvich varð í einkaeigu eftir hrun Sovétríkjanna en fór fram á gjaldþrot snemma á tíunda áratugnum.