Mikill verðmunur á smurolíum hjá Costco samanborið við N1 og Olís

Mikill verðmunur á smurolíum hjá Costco samanborið við N1 og Olís
Mikill verðmunur á smurolíum hjá Costco samanborið við N1 og Olís

Félagsmönnum og lesendum til glöggvunar koma hér upplýsingar um verð á synþetískum smurolíum fyrir bensín- og dísillvélar í fólksbílum sem seldar eru hjá Costco. Til samanburðar birtum við verð á sömu smurolíum hjá tveimur olíufélögum sem fram að þessu hafa verið helstu söluaðilar þessara vörumerkja hér á landi.
Það er athyglisvert að sjá hversu mikill verðmunurinn er. FÍB var með samskonar verðkönnun um leið og Costco opnaði í maí. Verðið á 5 lítra brúsa af Mobil 1 0W40 new life hefur lækkað í verði hjá Costco frá opnun. Fimm lítra brúsi kostaði í maí 4.699 krónur en kostar nú 4.329 krónur. Hjá N1 er verðið það sama fyrir Mobil 1 olíuna og það var í maí en þar er olían seld á 4 lítra brúsum. Fjórir lítrar hjá N1 eru 141% dýrari en fimm lítrar hjá Costco. Miðað við sama magn er verðmunurinn 201%.
Castrol EDGE 5W30 smurolían er á sama verði hjá Costco nú og í mai, eða á 5.799 krónur fyrir 4 lítra brúsa. Sama olía hefur lækkað hjá Olís um tæplega 27% frá því í vor. Castrol olían hjá Olís er seld á 4 lítra brúsum og kostar nú 8.918 krónur samanborið við 12.142 krónur í maí. Miðað við sama magn er Castrol EDGE olían 53,8% dýrari hjá Olís en hjá Costco, en var 109,4% dýrari í maí.