Munur á hæsta og lægsta verði fyrir þjónustu við dekkjaskipti 69 – 160%

Verðkönnun á þjónustu við dekkjaskipti sýnir mikinn verðmun á milli þjónustu aðila eða frá 69%-160% og nemur minnsti verðmunurinn 4.300 kr. en sá mesti 12.785 kr. Það borgar sig því að gera verðsamanburð áður en haldið er af stað með bílinn í dekkjaskipti. Þetta kemur fram í verðkönnum sem unnin var af Alþýðusambandi Íslands og birt var í dag.

Í könnunni kemur fram að Bifreiðaverkstæðið Stormur á Patreksfirði var með lægsta verðið í 8 skipti af 10 og Titancar Smiðjuvegi í 2 skipti af 10. Höldur og Dekkjasala Akureyrar skiptast á að vera með hæstu verðin en Höldur er með hæsta verðið í 6 skipti af 10 en Dekkjasala Akureyrar í 4 skipti af 10.

já Titancar Smiðjuvegi, 8.000 kr.  Minnstur var verðmunurinn á dekkjaskiptum á smábíl, minni meðalbíl og meðalbíl (14, 15 og 16“), 4.300 kr. eða 69% en hæsta verðið, 10.500 kr. hjá Dekkjasölu Akureyrar en lægst hjá Bifreiðaverkstæðinu Stormi þar sem það var 6.200 kr. Verðmunurinn var 69%.

Lægstu verðin fyrir minni og meðal stóra bíla hjá Stormi, Titancar og Smurþjónustunni Klöpp

Þá kemur fram í könnunni að lægst voru verðin fyrir dekkjaskipti á smábílum, minni meðalbílum og meðalbílum (á 14, 15 eða 16´) hjá bifreiðaverkstæðinu Stormi Patreksfirði, 6.200 kr. (ál og stál felgur). Næst lægstu verðin fyrir þessa sömu gerð af bílum voru hjá Titancar Smiðjuvegi, 7.000 kr. og hjá Smurþjónustunni Klöpp (7.000 kr. stálfelgur og 7.300 álfelgur). Verðin hjá Bílaverkstæði S.B. Ísafirði voru á svipuðum nótum eða 7.201 kr. fyrir sömu stærðir af bílum (ál og stál felgur).

Lægstu verðin fyrir jepplinga og jeppa hjá Stormi og Arctic Trucks

Lægstu verðin fyrir dekkjaþjónustu á jeppling með 16“ (225/55E16)  ál- eða stálfelgur voru á Bifreiðaverkstæðinu Stormi, Patreksfirði, 6.200 kr. en það næst lægsta hjá Arctic Trucks, Kletthálsi, 7.865 kr.  Lægstu verðin fyrir dekkjaskipti á jeppum (t.d. Mitshubishi Pajero)  með 18´´ álfelgu (265/60R18) voru hjá Titancar, 8.000 kr. en þau næst lægstu hjá Bifreiðaverkstæðinu Stormi Patreksfirði, 8.200. Þriðja lægsta verðið var hjá Bílaverkstæði S.B. á Ísafirði, 8.560 kr.

Töflu með öllum verðum má finna hér.

Costco býður upp á dekkjaskipti fyrir allar þessar tegundir og stærðir bíla fyrir 4.400 kr. en það verð er þó ekki að fullu sambærilegt vegna þess að viðkomandi þarf að vera á bíl á dekkjum frá Costco og hafa Costco kort.

 

Eftirfarandi þjónustuaðilar vildu ekki upplýsa verðlagseftirlitið um verð á þjónustunni: Dekkjahöllin Skútuvogi, Klettur, Barðinn, Hjólbarðaverkstæði Magnúsar Selfossi og Pitstop Selfossi.