N! dregur föstudagshækkunina til baka

Nú í morgun afturkallaði olíufélagið N1 eldsneytishækkanir sínar frá því á föstudaginn var. Olís, sem einnig hækkaði verðið á föstudag um nákvæmlega það sama og N!, hafði, þegar þetta var ritað  kl. rúmlega 10.15 á mánudagsmorgni, ekki dregið hækkunina til baka.

Félögin tvö, N1 og Olís hækkuðu á föstudaginn dísilolíuna um þrjár kr. lítrann og bensínlítrann um krónu. Skeljungur/Orkan og Atlantsolía fóru ekki að dæmi þeirra, enda forsendur aðrar en hækkun álagningar vandfundnar. (Sjá frétt okkar sl. föstudag).