Niðurfelling á vörugjöldum og sköttum hefur skilað sér

,,Niðurfelling á vörugjöldum og virðisaukaskatti á rafbílum hefur skilað sér í aukinni eftirspurn. Það hefur gert þessa bíla þarf af leiðandi mun samkeppnishæfari,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiða eigenda, FÍB, í umfjöllun Stöðvar 2 um mikla aukningu í sölu á rafbílum á síðasta ári.

Met var slegið almennt í bílasölu á árinu 2017 en sala á rafbílum tvöfaldaðist á þessum tíma. Ljóst er a niðurfelling á vörugjöldum og sköttum sé megin skýringin í aukinni eftirspurn.

Almenn bjartsýni ríkir fyrir góða sölu á nýja árinu. Sala á tengitvinnbílum, eða Plugin-hybrid, hefur tekið mikið stökk. Til marks um það þá seldust 139 bílar í þessum flokkum árið 2015 en á árinu 2017 seldust 1.390 bílar.

Ennfremur hefur sala á rafbílum aukist gríðarlega en hún jókst um 86% á milli árana 2016 og 2017.