Nissan ætlar að fækka yfir 10.000 störfum til viðbótar á heimsvísu

Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur um hríð átt í miklum rekstrarvanda. Nú blasir við að fyrirtækið mun til viðbótar fækka yfir 10.000 störfum á heimsvísu, sem þýðir að heildarfjöldi uppsagna, að meðtöldum áður tilkynntum uppsögnum, verður um 20.000. Það er 15% af vinnuafli fyrirtækisins, að því er japanska ríkisútvarpið NHK greindi frá.

Hinn strögglandi japanski bílaframleiðandi varaði við í síðasta mánuði að hann myndi líklega bókfæra mettap upp á 700 til 750 milljarða jena (4,74 til 5,08 milljarða Bandaríkjadala) á reikningsárinu sem lauk í mars vegna niðurfærslna.

Nissan sem er þriðji stærsti bílaframleiðandi Japans mun tilkynna heilsársniðurstöður sínar síðar í vikunni.

Nissan leitast við að gera rekstur sinn straumlínulagaðri og seigari eftir slæmt gengi á sínum stærsta markaði, Bandaríkjunum, þar sem afkoman hefur liðið mikið fyrir skort á tvinnbílum og gamaldags vörulínu.

Fyrirtækið á einnig í erfiðleikum í Kína þar sem það reynir að stöðva mikinn sölusamdrátt með kynningu á um 10 nýjum ökutækjum á næstu árum.

Nissan, sem hafði yfir 133.000 starfsmenn í mars á síðasta ári, hafði þegar í hyggju að fækka 9.000 störfum og minnka framleiðslugetu á heimsvísu um 20% sem hluta af endurskipulagningaráætlunum sínum.Slök afkoma þess neyddi það til að lækka hagnaðarspá sína fjórum sinnum fyrir reikningsárið sem nýlokið er.