Nissan Ariya með 600 km drægni á markað á næsta ári

Frumsýning á nýja rafbíla jepplingum Nissan Ariya fór fram í júlí í Japan. Um hreinan rafbíl verður um að ræða. Nissan áætlar að framhjóladrifinn Ariya með 90 kwh rafhlöðu ætti að skila nálægt 600 km drægni.

Billínn kemur fyrst á markað í Japan og í Bandaríkjunum í júní næsta sumar. Búist er við að hann verði kominn á markað í Evrópu fyrir lok næsta árs. Í umfjöllun um þennan nýja bíl er talað um að hann muni kosta um 5,5 milljónir króna þegar hann kemur á markað í Bandaríkjunum.

Nissan bílaframleiðandinn hefur uppi stór áform í framleiðslu á rafbílum og stefnan er að minnsta kosti sex bílategundir verði komnir á markað eftir þrjú ár.