Nissan Leaf setur sölumet – yfir 400 þúsund bílar seldir

Forsvarsmenn japanska bílaframleiðandans Nissan Leaf geta kæst yfir framgangi þessa rafbíls á heimsvísu. Á  dögunum var upplýst að yfir fjögur hundruð þúsund eintök af þessari gerð hefðu selst í heiminum. Nissan Leaf er seldur í yfir 50 ríkjum en hann kom fyrst á markað 2010.

Velgengni bílsins á sér engin takmörk og er búist við að ný sölumet verði sett á þessu ári. Markaðssvæði bílsins er alltaf að stækka og eru forsvarsmenn mjög bjartsýnir á framhaldið. Nissan annar vart eftirspurn og biðlistar hafa myndast í mörgum löndum.

Sala á rafbílum gengur hvergi betur í heiminum en í Noregi en samkvæmt nýjustu tölum er þeir um alls 150 þúsund. Nissan Leaf er þar langvinsælastur en í Noregi hafa selst þar yfir 50 þúsund bílar frá því salan á þeim hófst í landinu 2011.