Nissan stöðvar framleiðslu á bíl fyrir S. Ameríku eftir áreksturspróf

Eftir áreksturspróf á vegum Global NCAP sl. fimmtudagskvöldi tilkynnti stjórn Nissan að framleiðslu á fólksbílnum Nissan Tsuru yrði hætt. Umræddur bíll sem framleiddur er fyrir s. amerískan markað, var árekstursprófaður af Latin NCAP fyrir þremur árum með þeirri hrapallegu útkomu að hann náði ekki einni einustu stjörnu.

Í prófinu á fimmtudagskvöldið var þessi bíll en prófaður en nú þannig að Nissan Tsuru árgerð 2016  var látinn rekast á við annan bíl svipaðan að stærð og þyngd; Nissan Versa árgerð 2015, sem framleiddur er fyrir Bandaríkjamarkað. Niðurstaðan var sú að Mexíkóbíllinn skemmdist svo mikið að ólíklegt er að ökumaður hefði lifað áreksturinn af. Það hefði hins vegar ökumaður Ameríkubílsins gert.

FIA – heimssamtök bifreiðaeigendafélaga sem eiga og reka NCAP árekstursprófunarstofnanirnar um allan heim hafa lengi gagnrýnt stóru bílaframleiðendurna fyrir það tvöfalda siðferði að byggja örugga og sterka bíla fyrir neytendur í þróuðu ríkjunum en sérlega óörugga, veikbyggða og hættulega bíla handa neytendum í þróunarríkjunum. Nissan Tsuru er einmitt slíkur bíll en Nissan Versa ekki.

 

Sjá nánar um málið í þessari frétt af sjálfum árekstrinum.