Nokkrir bílaframleiðendur lögsækja bandarísk stjórnvöld

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína ætlar að draga dilk á eftir sér. Nú hafa stóru bílaframleiðendurnir Marcedes Benz, Volvo, Tesla og Ford stefnt bandarískum stjórnvöldum vegna 25% innflutningstolla á varahlutum frá Kína. Það eru fjölmiðlar í Bandaríkjunum og Bretlandi sem greina frá þessu og fjalla um málið.

Framangreindir bílaframleiðendur krefjast þess að tollum sem greiddir hafa verið á innflutningi varahluta verði skilað með vöxtum. Tesla til að mynda segir í yfirlýsingu að tollarnir séu ólöglegir með öllu og barist verði fyrir því að fá þá felda niður. Tesla segir ennfremur tollana handahófskennda, skoplega, og um hreina misnotkun sé að ræða. Málaferlin haf staðið yfir undanfarna daga fyrir alþjóðaviðskiptadómstólnum í New York.

Þýska bílaframleiðandinn Mercedes Benz segir ennfremur í yfirlýsingu tollamálið fordæmalust viðskiptastríð sem bitni á fyrirtækinu og ekki síst neytendum.  Viðskiptastríðið við Kína hafi áhrif á innfluttningsvörur að verðmæti 500 milljarða dollara.

Bandaríska viðskiptaráðuneytið greindi frá því að viðskiptahalli Bandaríkjanna í júlí jókst tæplega um 11 prósent og nam 63,6 milljörðum Bandaríkjadala, en hallinn á sama tíma í Kína hækkaði í 28,3 milljarða Bandaríkjadala. Viðskiptastríð bandarískra stjórnvalda og stjórnarinnar í Peking hefur staðið yfir í tæð fjögur ár. Samningar á milli þjóðanna hafa náðst í nokkrum veiga miklum málum en út af standa 25% tollar á mörgum kínverksum vörum.

Kína er stærsti farartækjamarkaður heims og helsti vaxtarbroddur margra bílaframleiðenda, sérstaklega fyrir rafbílaframleiðandann Tesla, sem hyggst njóta góðs af metnaðarfullum markmiðum landsins til að draga úr losun koltvísýrings.