Norðmaður fær sér nýjan Koenigsegg

http://www.fib.is/myndir/Koenigsegg.jpg
Norskur milljarðamæringur, Idar Vollvik sem búsettur er í Bergen, hefur fest kaup á fyrsta raðsmíðaeintaki nýja sænska ofursportbílsins Koenigsegg CCX. Á íslandi myndi þessi bíll kosta hátt í milljarð.

Koenigsegg ofurbílasmiðjan í Svíþjóð ætlar að frumsýna þennan nýja bíl á bílasýningunni í Genf sem hefst á miðvikudag. Bíllinn er með 900 hestafla V8 mótor en þar sem þyngd bílsins er einungis 1.180 kíló er viðbragðið ógurlegt og hann skýst úr kyrrstöðu í hundraðið á 3,1 sekúndu. Hámarkshraðinn er sagður vera meiri en 400 km á klst. Hraðskreiðasti raðsmíðaði bíllinn hingað til mun vera Bugatti Veyron sem mældur hefur verið á 407 km hraða.
http://www.fib.is/myndir/Koenigseggccx.jpg

Koenigsegg CCX.