Norðmenn stærstir í rafbílunum

Hátt í tíundi hver rafbíll sem seldist í heiminum á fyrri helming ársins fór til Noregs. Norðmenn eru þannig mesta rafbílaland veraldar. Vinsælasta rafbílategundin í Noregi er það sem af er árinu Volkswagen. 5658 rafmagns-Volkswagenbílar voru nýskráðir.

Nissan sem lengi var vinsælasti rafbíllinn í Noregi og reyndar víðar, er nú fallinn ofan í þriðja sætið (1768 nýskráningar) á eftir Tesla (2674 nýskráningar). Í 4. sæti er Renault (1049 nýskr.), 5. BMW (684 nýskr.), 6. Mercedes Benz (580 nýskr.), 7. Kia (382 nýskr.), 8. Peugeot (342 núskr.), 9. Mitsubishi (291 nýskr.) og 10. Citroen (192 nýskr).

Kínverski bíla og rafhlöðuframleiðandinn BYD byrjaði að framleiða rafbíla árið 2008 og er orðinn þriðji stærsti framleiðandi rafmagns-fólksbíla í heiminum og sá stærsti í framleiðslu rafknúinna rútubíla og strætisvagna. Segja má að hæg séu heimatökin því að BYD er stærsti framleiðandi hleðslurafhlaða í heiminum. Stærsti hluti þeirrar framleiðslu fer í farsíma.

Mest seldu rafbílar í heiminum á fyrri

helmingi ársins eftir teg:

1.. Nissan          27084
2. Tesla             21552
3, BYD              20409
4, Mitsubishi    19393
5. Volkswagen 15402
6. BMW             13127
7. Renault         12256
8. Ford                9719
9. Zotye (Kína)    9263
10. Chevrolet       8192