Norska vetrardekkjakönnunin 2007-´8

 http://www.fib.is/myndir/Vetrarakstur.jpg

NAF sem er systurfélag FÍB í Noregi hefur gefið út árlega vetrardekkjakönnun sína. Þar eru bæði negld og ónegld vetrardekk tekin til kostanna. Öll dekkin, bæði negld sem ónegld eru prófuð á sama hátt og við sömu aðstæður og eru gefnar einkunnir út frá sömu forsendum.

Þar sem nokkuð hefur borið á því að fólk á í erfiðleikum með að lesa úr vetrardekkja könnun þýska systurfélagsins okkar, ADAC, þá birtum við nú norsku könnunina í þeirri von að fólk eigi auðveldara með að lesa Norskuna. vakin skal athygli á því að einkunnagjöf í norsku könnuninni er þannig að gefin eru tölugildi frá einum upp í 10. Því hærri sem einkunnin er, þeim mun betra er dekkið væntanlega í vetrarfærðinni.

Á síðustu þremur síðunum í könnuninni eru töflur sem sýna einkunnir hvers dekkjanna í hverjum einstökum prófunarþætti. Á síðunum þar fyrir framan er sýnd heildareinkunn hvers dekks ásamt helstu upplýsingum um það, þ.e.a.s. hraðakóða, burðarþol framleiðsluár og -viku ásamt stuttri umsögn.