Ný tjaldbúðahandbók

Nýjasta árgerð tjaldbúðahandbókar FDM, Campingguide Europa 2010, er komin í netverslun FÍB.

Bókin er ómissandi fyrir þá sem hyggja á tjaldbúðaferðalag um Evrópu í sumar. Bókin er tæpar þúsund blaðsíður og á þeim er að finna upplýsingar um nánast öll skráð tjaldstæði og tjaldsvæði í Evrópu og allar upplýsingar um hvað er í boði á hverjum stað og þá þjónustu sem þar er veitt. Allar upplýsingarnar um einstök stæði og svæði eru byggðar á heimsóknum starfsmanna evrópsku bílaklúbbanna, systurfélaga FÍB í Evrópu, einkum þó ADAC í Þýskalandi og FDM í Danmörku.

Auk upplýsinga um einstök tjaldsvæði eru í bókinni gríðarmiklar almennar upplýsingar um tjaldsvæði og tjaldferðalög, stjörnumerkingar svæðanna og gæðaúttektir. Þá eru í henni góð vegakort sem sýna nákvæmlega staðsetningar einstakra svæða. Hér á eftir má sjá smá sýnishorn úr bókinni.

http://www.fib.is/myndir/TjaldbokFDM.jpg http://www.fib.is/myndir/TjaldbokFDM2.jpg