Ný umferðarljós á gatnamótum Bústaðavegar og Efstaleiti

Ný umferðarljós á gatnamótum Bústaðavegar og Efstaleiti voru gangsett í dag, fimmtudaginn 20. febrúar.

Með nýju ljósunum er verið að auðvelda aðgang að og frá Efstaleiti, en við breytinguna má beygja frá Efstaleiti til vinstri inn á Bústaðaveg.

Einnig batnar öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, en lagður hefur verið nýr hjólastígur meðfram Bústaðavegi.