Nýjar gjaldtökur skoðaðar til að flýta framkvæmdum

Til skoðunar er í stjórnkerfinu nýjar leiðir í gjaldtöku í umferðinni til að flýta stórum vegaframkvæmdum. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, útilokar ekki gjaldtöku í þeim efnum og að veggjöld séu til skoðunar.

Miklar umræður hafa farið af stað í kjölfar alvarlegra slysa í umferðinni síðustu misseri og stjórnvöld hvött til að bregðast við með öllum tiltökum ráðum.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sagði í fréttum í vikunni að gjaldtaka komi til greina til að flýta framkvæmdum í vegakerfinu. Þar á ráðherra m.a. við. vegkafla Reykjanesbrautar þar sem banaslys varð um síðustu helgi.

Þessi umræddi vegkafli hefur ekki verið tvöfaldaður né akstursstefnur aðskildar. Um 45 þúsund bílar fara um þennan vegakafla á degi hverjum.Starfshópur er að störfum til að finna leiðir til úrbóta sem kalli á sérstakt átak.