Nýjar göngubrýr á Reykjanesbraut

Tvær nýjar göngubrýr hafa verið settar á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Þvera þær brautina í einu hafi. Önnur brúin er á milli Hvamma og Áslands, til móts við Álftaás. Hin kemur í stað undirganga við Þorlákstún, á milli íþróttasvæðis Hauka og Hvaleyrarskóla.

Brýnarnar komu til landsins með skipi til Straumsvíkur og voru fluttar þaðan í heili lagi á sína staði á föstudag og laugardag. Nokkur röskun var á umferð meðal á flutningi og uppsetningu stóð en allt fór vel að lokum.