Nýjar vegmerkingar ryðja sér til rúms

Nýjar útfærslur á vegmerkingum (vegleiðurum) hefur rutt sig rúms hér á landi. Um er meðal annars að ræða stálplatta sem settir eru niður í malbik og hafa innbyggt endurskin. Þessi nýja útfærsla hefur reynst afar vel fyrir framan hraðahindranir.

Plattarnir eru mjög endingargóðir þar sem þeir eru nánast flatir við jörðu. Þeir þola mikinn ágang eins og mikla bílaumferð og snjómokstur. Það er ennfremur stór kostur þegar skipta þarf úr endurskinnskubbnum að ekki þarf að fjarlægja sjálfan plattann. Nú þegar er búið að setja þessar vegmerkingar niður í Hafnafirði og á Vesturlandsvegi við Orkuna. Á meðfylgjandi mynd eru starfsmenn EI Bílastæða- og vegmerkinga að setja niður nýja vegleiðara á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði.

Mikill áhugi – gífurlegt öryggi

,,Það er töluverður áhugi fyrir þessum vegmerkingum sem veita um fram allt gífurlegt öryggi. Við höfuð þegar sett niður vegmerkingar í Hafnarfirð og á Vesturlandsveginum við Orkuna. Síðan í lok þessa mánaðar setjum við niður merkingar við tvær gangbrautir í Keflavík. Á næstu dögum eigum við fund með Vegagerðinni og í framhaldinu með fulltrúum frá Reykjavíkurborg. Það er ýmislegt í gangi í þessum efnum og ekki annað sagt að það séu spennandi tímar fram undan,“ sagði Eyþór Eyþórsson sem er tengiliður pólska framleiðandans hér á landi og vinnur hjá EI Bílstæða- og vegmerkingum. Hann hefur yfir að ráða áratuga þekkingu og reynslu á þessu sviði.

Eyþór sagði að þessar merkingar hefðu þegar verið settir niður í Póllandi og Rússlandi ásamt fleiri stöðum í Evrópu. Ennfremur í Chile í S-Ameríku. Mikil ánægja er með merkingarnar sem veita mikið öryggi.

SmartPass snjall gangbrautarkerfi

Ein útfærslan í vegmerkingum er SmartPass snjall gangbrautarkerfi sem upplýsir ökumenn um viðveru gangandi vegfarenda við gatnamót með því að blikka samstilltum LED ljósum að ökumanni. Hægt er að stækka þess lausn með viðbótareiningum eins og hljóði og eftirliti. SmartPass bætir á áhrifaríkan hátt aðstæður almenningssamgangna, dregur úr slysum og styttir biðtíma gangandi vegfarenda, sem stuðlar að öryggari og skilvirkari borgarrýmum. Það passar inni í samhengi við þróun snjallborga.

S-2 NP vegleiðari

Önnur útfærslan er svonefndur S-2 NP vegleiðari í steypujárnshlíf sem tryggir ekki aðeins framúrskarandi sýnileika á veginum, heldur er hann líka einstaklega endiringargóður og veðurheldur. Skiptanleg endurskinnsmerki og lögun þess tryggja auðvelt viðhald og aukið viðnám gegn skemmdum, sem skilar sér í langtímavörn endurskinnsmerkisins gegn skemmdum af völdum ökutækja. Það er lausn sem bætir ekki aðeins umferðaröryggi heldur lækkar rekstrarkostnað eins og kemur fram í lýsingunni.

ASE System byltingarkennd lausn sem eykur umferðaröryggi

Þá má nefna ASE System sem er byltingarkennd lausn sem eykur umferðaröryggi verulega. Það styttir stöðvunarvegalengd ökutækis um allt að 30% við erfiðar veðuraðstæður. Hæfni þess til að aðlaga sig að mismunandi gerðum landslags geir ASE System áreiðanlegt, sérstaklega í kringum gangbrautir. Það er því fjárfesting í öruggum vegum framtíðarinnar.

Virk ALE lýsing við gangbrautir

Virk ALE lýsing er enn ein útfærslan sem er lausn sem eykur öryggi á gangbrautum. Þökk sé hreyfiskynjurum, stillir tækið sjálfkrafa birtustig lýsingarinnar. Það kviknar aðeins af fullum krafti þegar gangandi vegfarandi er við gangbraut. Lýsingin eykur sý nileika og sparar orku um leið. Virk ALE lýsing tryggir bestu lýsingu í öllum aðstæðum.