Nýjung frá Kóreu

Nýjung frá Kóreu
Nýjung frá Kóreu

Hyundai í Kóreu hefur sent út skuggamynd af nýjum bíl sem frumsýndur verður í Kóreu í janúar og síðan á bílasýningunum í Genf og í New York í mars nk. Hyundai Ionic skal vagninn heita og verður hann fáanlegur frá upphafi ýmist sem hreinn rafbíll, sem tvíorkubíll (bensínvél-rafmótor) og sem tengiltvinnbíll. Þar með verður það í fyrsta sinn að sögn Hyundai að sami bíll stendur kaupendum til boða með þrenns konar hreyfilbúnaði

– Við erum stolt yfir því að hafa þróað þennan umhverfismilda bíl. Framtíðarsýn okkar er sú að bjóða upp á mismunandi drifbúnað við hæfi kaupenda, hver sem lífsstíll þeirra kann að vera og hvar í veröldinni þeir búa og geta veitt þeim öllum fulla akstursánægju og gælt við fegurðarsmekk þeirra allra. Ionic er ávöxtur erfiðis okkar að því markmiði að verða forystuafl á heimsmarkaðinum fyrir umhverfismilda bíla., segir Woong-Chul Yang stjórnandi þróunardeildar Hyundai.