Nýr Dodge Dart

Chrysler frumsýndi nýjan fólksbíl á bílasýningunni í Detroit sem miklar vonir eru bundnar við að verði stórsölubíll þegar hann kemur á bandaríkjamarkað sem árgerð 2013 með haustinu. Bíllinn heitir Dodge Dart, en einmitt Dart nafnið var á mjög vinsælum bíl í Bandaríkjunum á sjöunda áratuginum.

http://www.fib.is/myndir/Alfa-Romeo-Giulietta.jpg
Alfa Romeo Giulietta.

En Dodge Dart árgerð 2013 er gerólíkur Dodge Dart 1968. Sá nýi er í rauninni alls ekkert „amerískur“ heldur er þetta í grunninn Alfa Romeo Giulietta  og er framhjóladrifin en ekki með afturhjóladrifi eins og gamli Dartinn var.

Bíllinn er auðvitað ávöxtur samvinnu og samruna Fiat og Chryslers en Fiat á nú 58 prósent hluta í Chrysler og sama stjórn er yfir báðum. Með þessari sameiningu opnast tækifæri til markaðssetningar á bandarískum Chryslerbílum í Evrópu og fyrir Fiat (Alfa Romeo og Lancia í Bandaríkjunum. Menn bundu talsverðar vonir við markaðssetningu Fiat 500 smábílsins í Bandaríkjumum sem því miður gengu alls ekki upp. Smábílar eiga einfaldlega ekki upp á pallborðið hjá Bandaríkjamönnum en reynslan sýnir að evrópskir bílar hafa sumir hverjir fallið þeim ágætlega í geð og þó sérstaklega ef evrópska nafnið hefur verið

http://www.fib.is/myndir/Dodge-Dart-68.jpg
Dodge Dart 1968.

fjarlægt en bandarískt nafn sett í þess stað. Gott dæmi um þetta eru bílar eins og Opel Insignia og Vectra sem seljast prýðilega í Bandaríkjunum sem Buick og Chevrolet.