Nýr Hongqi EHS7 Premium – lyklalaust aðgengi með raddstýringu

Nýr, fjórhjóladrifinn og alrafmagnaður sportjeppi, Hongqi EHS7 Premium, var kynntur í höfuðstöðvum BL við Sævarhöfða um liðna helgi.Þessi nýi sportjeppi býður upp á allt að 460 km drægni, er með 619 hestafla rafmótor og 85 kWh rafhlöðu. Hröðun úr kyrrstöðu er einungis 3,9 sek./klst. og dráttargetan eitt og hálft tonn auk þess sem bíllinn er búinn varmadælu sem nýtist vel yfir vetrartímann.

Ríkulegur búnaður fyrir hagstætt verð

Meðal þægindabúnaðar má nefna lyklalaust aðgengi með raddstýringu, tveggja svæða sjálfvirka miðstöð, birtutengdan baksýnisspegil, hita í leðurklæddu stýrinu, loftkæld, upphituð og rafdrifin framsæti með nuddi ásamt hita í aftursætum.

Þá er bíllinn búinn vönduðu afþreyingarkerfi með 19 hátölurum sem stjórnað er af 15,5 tommu snertiskjánum, svo einungis fátt eitt sé nefnt enda búnaðarlistinn nokkuð lengri.

Öryggisbúnaður sportjeppans er sömuleiðis vel úti látinn þar sem ekki skortir fjölbreytt aðstoðar- og öryggiskerfi til að hámarka öryggi farþega og aðra vegfarendurí nálægð.

Hongqi EHS7 Premium sameinar því í senn hátt notagildi, góðan kraft, mikinn lúxus og nýjustu tækni sem koma sér vel við krefjandi íslenskar aðstæður. Með Orkusjóðsstyrk kostar Hongqi EHS7 Premium 6.990.000 kr.