Nýr Subaru Forester

http://www.fib.is/myndir/Forester-x.jpg

Subaru Forester hefur alla tíð verið einna jeppalegasti bíllinn hjá Subaru. Nú er komin ný kynslóð Forester, bæði stærri og rúmbetri en áður og með aflmeiri en þó sparneytnari vélar. Nýi Foresterinn verður sýndur á bílasýningunni í Detroit um miðjan janúar. Búið er að frumsýna bílinn í heimalandinu Japan.

Nýi Subaru Forester bíllinn er byggður ofaná alveg nýja botnplötu. Hún er úr léttu og mjög sterku stáli og því mun bíllinn vera mun stífari en sá eldri var og minna fyrir að vinda upp á sig. Ný fjölliðafjöðrun er á afturhjólum sem sögð er gera bílinn stöðugri á vegi en áður auk þess sem aukið farangursrými skapast.

Nýja gerðin er 7,5 sm lengri á heildina, 4,5 sm breiðari og 11 sm hærri en eldri gerðin var. Lengd milli hjóla er hins vegar 9 sm meiri en á eldri Foresternum sem þýðir að fótarými í aftursæti er að sama skapi miklu meira en var. Hæð undir lægsta punkt er 21,5 sm á tveimur gerðum bílsins en 22,5 sm á svonefndri XT-gerð. The image “http://www.fib.is/myndir/Forester-x2.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Staðalvélin  er tveggja lítra boxervél. Aflið er 140 hö. og vinnslan er 190 Nm. Með túrbínu við vélina verður aflið 230 hö. og vinnslan 190 Nm.  Allar þrjár undirgerðirnar eru með sítengdu fjórhjóladrifi eins og raunar aðrir Subarubílar. Bílarnir fást ýmist með fimm gíra handskiptingu eða fjögurra hraða sjálfskiptingu. XT gerðin er með svonefndu SI drifkerfi. Í því er hægt að velja milli þess að aka í svonefndum skynvæddum drifham, í sportham eða þá í ofursportham. (Intelligent – Sport – Sport Sharp). Spólvörn og ESC stöðugleikakerfi verður staðalbúnaður í öllum þremur gerðunum og sex loftpúðar sömuleiðis.