Nýtt tölublað FÍB blaðsins

Nýtt tölublað FÍB blaðsins er komið út og er verið að dreifa því til félagsmanna í dag.

Blaðið er fullt af áhugaverðu efni. Tekið er á ýmsum málum sem varða neytendur og þorra almennings miklu, eins og því hver á tölvubúnað og tölvugögn heimilisbílsins, er það eigandi/umráðamaður bílsins eða er það framleiðandi hans?

Greint er frá nýlegri verðkönnun sem FÍB gerði á rúðuvökva. Keyptur var rúðuvökvi á fjölmörgum sölustöðum og frá bæði innlendum og erlendum framleiðendum. Verðið var síðan reiknað upp út frá frostþoli vökvanna og miðað við tiltekið frostþolsmark. En samhliða verðkönnuninni var ákveðið að taka stikkprufur til að athuga hvort uppgefið frostþol vökvanna í innihaldslýsingum á umbúðum stæðist. Rannsóknastofa mældi svo frostþol þeirra sýnishorna sem tekin voru og er skemmst frá að segja að uppgefnar frostþolstölur stóðust illa. Nánar verður greint frá þessum niðurstöðum í frétt hér á fréttavef FÍB fljótlega.

Af öðru efni má nefna umfjöllun FÍB blaðsins um síhækkandi álagningarprósentu íslensku olíufélaganna á bifreiðaeldsneyti á undanförnum árum. Fjallað er um þjóðvegina á höfuðborgarsvæðinu og þá samgöngu og umferðarflæðistefnu sem yfirvöld höfuðborgarinnar hafa fylgt. Fulltrúar flestra þeirra flokka og framboða sem tilkynnt hafa framboð sín fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor svara síðan spurningum FÍB blaðsins um hvaða stefnu þeir hyggjast taka eftir kosningarnar í þessum málum. Svörin eiga mörg hver án efa eftir að koma ýmsum á óvart.

 http://www.fib.is/myndir/tolvugogn.jpg

Hver á tölvubúnað og tölvugögn heimilisbílsins?

http://www.fib.is/myndir/bensin.jpg

Síhækkandi álagningarprósentu íslensku olíufélaganna á bifreiðaeldsneyti