Ódýr snjóbretta- og lífsstílsbíll frá Rúmeníu

http://www.fib.is/myndir/DaciaSteppe1.jpg
Dacia Steppe.

Dacia í Rúmeníu, dótturfyrirtæki Renault sýnir ansi snotran bíl í Genf sem ætlað er að höfða til ungs fólks. Bíllinn nefnist Dacia Steppe og þótt hann sé hugmyndarbíll eða frumgerð, yrði sjálfsagt ekki flókið mál að setja hann í fjöldaframleiðslu því hann er byggður á ódýra smábílnum Dacia Logan.

Dacia Steppe er lífsstílsbíll og í þeirri útfærslu sem stillt er út í Genf er höfðað til þeirra sem stunda útivist og vetraríþróttir og renna sér á snjóbrettum. Kannski hefði passað betur að kynna bílinn í tengslum við aðalhátíð vetraríþróttannna, sjálfa Vetrarólympíuleikana sem eru nýafstaðnir en auðvitað er talsvert eftir af vetrinum í Ölpunum og Karpatafjöllunum í Rúmeníu.

Á toppnum á Steppe eru festingar fyrir snjóbretti og skíði, vinnuborð er í skottinu til að smyrja skíðin eða brettin og hreinsa. Loks eru í honum hitarar fyrir skíðaskóna og -vettlingana – semsagt tilbúinn bíll í vetrarsportið. Dacia Steppe er 4,47 m langur og 1,78 á hæð. Afturdyrnar eru með tveimur hurðum og farangursrýmið er 1.700 lítra.
http://www.fib.is/myndir/DaciaSteppe2.jpghttp://www.fib.is/myndir/DaciaSteppe4.jpg

http://www.fib.is/myndir/DaciaSteppehlid.jpg