Of hratt ekið í Norðfjarðargöngum

Vinnu við Norðfjarðargöngin er ekki lokið þótt þau hafi verið opnuð fyrir umferð á laugardaginn var.

Næstu daga verður unnið við að steypa gólf í neyðarrýmum en verktakar eru í vandræðum í göngunum vegna umferðarhraðans sem þar er.

Ökumenn eru því beðnir um að hægja á sér og virða hraðatakmarkanir, göngin eru það mikil samgöngubót og sparar seinfarin fjallveg og því ættu allir að hafa tíma til að fara örlítið hægar í gegn.

Það er þó eftir nokkur vinna í göngunum, og verður unnið í þeim a.m.k. næstu tvær vikur. Næstu daga á til dæmis að steypa gólf í neyðarrými.