Ólafur dæmir

Ólafur Kr. Guðmundsson verður dómari í aksturskeppninni Blancpain Endurance í sumar. Þetta er sportbílakappakstursröð. Keppnisloturnar verða 12 talsins. Loturnar eru mis langar eða frá því að vera klukkustund, þá sex tímar, 12 tíma og loks 24 tímar.  Frá þessu er greint í bílablaði Morgunblaðsins í dag.

Ólafur, sem er varaformaður FÍB, er alþjóðlegur dómari í bílaíþróttum. Hann byrjaði sem slíkur árið 1993 og hefur einna oftast dæmt í Formúlu 1 á dómaraferlinum. Blancpain Endurance keppnisröðin er ný grein að dæma hjá Ólafi og tiltölulega ný sem keppnisgrein innan bílasportsins. Keppt var í fyrsta sinn í henni árið 2011.

Meðfylgjandi mynd er af Ólafi Kr. Guðmundssyni t.h. ásamt Jean Todt forseta FIA, alþjóðasambands bifreiðaeigendafélaga og bifreiðaíþrótta.