Ólafur dæmir Formúluna í Tyrklandi 25. og 26. ágúst

http://www.fib.is/myndir/Ferrari_formula_1_cars.jpg

Ólafur Kr. Guðmundsson varaformaður FÍB og stjórnarmaður í LÍA er einn af keppnisdómurum FIA, alþjóðasambands bílaíþrótta- og bíleigendafélaga. Ólafur hefur um árabil verið alþjóðlegur dómari í Formúlu 1 og fleiri bílaíþróttaviðburðum. Nú næst mun Ólafur dæma í Formúlu 1 í Istanbul í Tyrklandi helgina 25.-26. ágúst. En samhliða Formúlunni verður einnig keppt í GP2 sem fer fram á svipaðan hátt og keppni I Formúlunni nema að bílarnir eru mun einfaldari.

Þegar viðburðir af þessu tagi eru haldnir liggur mikið skipulag og undirbúningur að baki og enn meir þegar tveir viðburðir eru látnir fara fram hvorn á eftir öðrum eins og verða mun í Istanbul um þessa helgi. Keppnisliðin ásamt keppendum, aðstoðarfólki bílum og öðrum búnaði, sem og dómarar og aðrir starfsmenn keppninnar verða að vera komnir á keppnisstað strax á fimmtudeginum 23. ágúst.

Á föstudeginum og laugardeginum gefst keppendum bæði í Formúlunni og GP2 kostur á að kynnast brautinni og æfa sig, Tímatökur verða síðan á laugardeginum, fyrst hjá Formúlunni en siðan hjá GP2 og loks sjálf keppnin. Fyrri hluti GP2 keppninnar fer svo fram kl. 16-17.20 á laugardeginum og síðari hlutinn á sunnudeginum kl 11-12. Sjálf Formúlukeppnin hefst svo kl. 15.00. Ath. Að allir tímar sem hér eru nefndir eru staðartímar í Istanbul.
http://www.fib.is/myndir/Formulu-oli.jpg
Það er Tony Scott Andrews th. sem dæmir í Istanbul ásamt ólafi. Tony er fastadómari FIA og verður þetta í 5 skiptið sem þeir dæma F1 saman.