Óli H. Þórðarson heiðraður í Kaupmannahöfn

http://www.fib.is/myndir/ClaesTingvall.jpg
Dr. Claes Tingvall.

Claes Tingvall prófessor og stórnarformaður EuroNCAP, bílaprófunarstofnunar evrópsku bifreiðaeigendafélaganna og höfundur Nollvision-áætlunarinnar í Svíþjóð eða Núllsýnarinnar hefur verið sæmdur æðstu heiðursviðurkenningu Norræna umferðaröryggisráðsins fyrir störf sín að umferðaröryggismálum, ekki aðeins í heimalandinu Svíþjóð, heldur á heimsvísu.

Afhendingin fór fram á 50 ára afmælishátíð Norræna umferðaröryggisráðsins sem haldin var í Kaupmannahöfn sl. föstudag. Við sama tækifæri voru sex aðrir heiðraðir fyrir mikilvægt framlag til umferðaröryggis á Norðurlöndum. Það eru Óli H. Þórðarson formaðurhttp://www.fib.is/myndir/OLIH-heidradur.jpg Umferðarráðs, Kirsten Ebbensgaard frá Danmörku, Valde Mikkonen frá Finnlandi, Petur Jacob Sigvardssen frá Færeyjum, Leif Agnar Ellevset Noregi og Britt Marie Utterström frá Svíþjóð. Óli H. Þórðarson hefur tekið virkan þátt í starfsemi NTR allan sinn starfsferil sem framkvæmdastjóri frá árinu 1978 og síðar sem formaður Umferðarráðs.


Claes Tingvall er sem fyrr segir höfundur Núllsýnarinnar en hún er nokkurskonar verkáætlun í umferðaröryggismálum og hefur það að markmiði að útrýma dauðaslysum í umferðinni. Ábyrgð á því markmiði er ekki sett á herðar ökumanna einna heldur allra: m.a. ökumanna, vegagerðarmana, veghaldara, lögreglu, bílaframleiðenda og yfirvalda. http://www.fib.is/myndir/OliH-nafn.jpg

Núllsýnin hefur síðan hún kom fyrst fram orðið nokkurskonar útflutningsvara Svía. Þannig er hún nú orðin grundvöllur umferðaröryggisáætlunar Evrópuráðsins. Claes Tingvall gegnir nú stöðu forstöðumanns umferðaröryggisdeildar sænsku vegagerðarinnar en hefur áður m.a. starfað sem yfirmaður slysarannsóknastofu Monash háskólans í Melbourne í Ástralíu. Hann er höfundur og meðhöfundur að hundruðum vísindalegra rannsókna og -greina sem birst hafa um heim allan. Hann var t.d. meðhöfundur að WHO-skýrslunni „From human values to action” og fylgdi henni úr hlaði á alþjóðlega heilbrigðisdeginum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 2004. Skýrslan fjallaði um umferðarslys í heiminum sem eru ein versta heilsufarsvá vorra daga og benti á leiðir til að stemma stigu við þeim.

Loks er Claes Tingvall frumkvöðull að stofnun EuroNCAP og stjórnarformaður þeirrar stofnunar frá upphafi. EuroNCAP árekstrarprófar bíla og metur öryggi þeirra fyrir fólk og stjörnumerkir þá út frá því hve öruggir þeir eru. Stofnunin hefur meir en nokkurt annað stuðlað að því að bílar hafa stöðugt farið batnandi hvað öryggi varðar undanfarin ár.