Olía á heimsmarkaði lækkar og gengið styrkist

      

Verð á bensíni og dísilolíu hefur hækkað tvisvar í ágústmánuði.  Um verslunarmannahelgina hækkaði bensínið um 2,70 krónur á lítra og dísilolían um 3 krónur.  Aftur var hækkað 16. ágúst sl. og þá um 2 krónur bæði bensínið og dísilolían.  Síðasta hækkun tengdist mikilli gengislækkun íslensku krónunnar gagnvart bandaríkjadal.  Nú síðustu daga hefur gengið verið að styrkjast verulega.  Gengi bandaríkjadals hefur lækkað um tæp 8% frá hæsta gengi þann 16. ágúst einmitt þegar síðasta hækkun varð á eldsneyti.  Til viðbótar hefur tonnið af bensíni á heimsmarkaði lækkað um meira en 3% en dísilolían um ríflega 1%.   

Miðað við rökin sem lögð voru fram af olíufélögunum við síðustu verðhækkun þá er a.m.k. lag til að lækka eldsneytisverðið um ríflega 2 krónur í dag.