Olían heldur áfram að lækka

Olíuverð heldur áfram að lækka en í morgun fór verð á hráolíu á Asíumarkaði í 14,80 dollara tunnan. Ekki svona lágt verð hefur verið á heimsmarkaði í yfir 20 ár. Brent Noðursjávarolía lækkaði á sama tíma um þrjá dollara tunnan og kostar nú 27 dollara.

Birgðir halda áfram að hrannast upp enda eftirspurnin í lágmarki vegna kórónufaraldursins.

Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, og aðrir olíuframleiðendur ákváðu fyrir tíu dögum síðan að draga úr framleiðslunni með það að markmiði að verðið myndi hækka. Það hefur ekki borið til ætlaðan árangur og spá sérfræðingar því að verðið eigi eftir að lækka enn frekar á næstunni.