Ólíklegt að Borgarlínan geti uppfyllt þessar miklu væntingar

Stofnkostnaður við Borgarlínu er áætlaður 70-150 milljarðar en fyrir þvílíka upphæð væri hægt að gera margt annað og áhrifaríkara til að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein sem Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi alþingsmaður, sem hann skrifar á vefsíðu sinni frostis.is

Í upphafi greinarinnar segir Frosti  að samkvæmt skrifum borgar- og bæjarstjórar á höfuðborgar-svæðinu telja þeir að Borgarlína sé hagkvæm og vistvæn leið til að stórauka flutningsgetu samgöngukerfisins, bæta lífsgæði íbúa, stytta ferðatíma, draga úr slysum og lækka byggingarkostnað.

Frosti segir að við nánari skoðun leiðir hins vegar í ljós hve ólíklegt það er Borgarlínan geti uppfyllt þessar miklu væntingar. Verkefnið er samt á miklu skriði og gæti kostað 1-2 milljónir á hvert heimili.

Nánari skoðun leiðir hins vegar í ljós hve ólíklegt það er Borgarlínan geti uppfyllt þessar miklu væntingar. Verkefnið er samt á miklu skriði og gæti kostað 1-2 milljónir á hvert heimili.

Það gæti orðið hagkæmara fyrir sveitarfélög að hætta rekstri almenningsvagna en niðurgreiða þess í stað akstur með sjálfakandi bílum. Þessir 70-150 milljarðar sem fyrirhugað er að binda í Borgarlínu verða þá engum til gagns. Það mun að auki þurfa að leggja milljarða í að fjarlægja nýbyggðar borgarlínubiðstöðvar, farga stórum borgarlínuvögnum og opna á nýjan leik borgarlínuakreinar fyrir almennri umferð.

Grein Frosta í heild sinni má nálgast hér.