Olís hækkar um þrjár kr. lítrann

Olís hefur hækkað eldsneytisverð á stöðvum sínum um þrjá krónur lítrann. Eftir hækkunina kostar bensínlítrinn í sjálfsafgreiðslu kr. 230,90 og lítrinn af dísilolíu kostar kr. 245,50.

Hin olíufélögin höfðu þegar þessi orð voru skrifuð á öðrum tímanum í dag, ekki elt Olís og hækkað verðið. Hjá N1 í Borgartúni kostði bensínlítrinn kr. 227,90 og dísilolían 242,50. Hjá Atlantsolíu kostar bensínið kr. 227,70 og dísilolían kr. 242,30.

Eldsneytið hækkaði lítilsháttar á heimsmarkaði í gær en hefur verið á niðurleið það sem af er degi. Forsendur verðbreytingarinnar hjá Olís geta í því samhengi vart talist skýrar.

FÍB fylgist daglega með verðlagi eldsneytis á heimsmarkaði auk þess að fylgjast með gengi dollars gagnvart krónu. Samkvæmt þessum mælingum er álagning olíufélaganna nú með hæsta móti.