Olís hefur ekki séð ástæðu til að hækka

Olís hefur ekki séð ástæðu til að hækka

N1 og Skeljungur hækkuðu á mánudag

N1 hækkaði útsöluverðið á bensíni og dísilolíu um 3 krónur á mánudag og Skeljungur fylgdi í kjölfarið.  Eftir hækkun kostar bensínlítri hjá N1 205,80 krónur og dísillítri 207,80 krónur. Olís og Atlantsolía hafa ekki hækkað og sama á við um Orkuna dóttur merki Skeljungs og ÓB dóttur merki Olís. 

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís sagði samtali við mbl.is í gær:  „Þegar horft er á febrúar og síðustu dagana í janúar þá hefur línan hallað upp á við þó verðið geti auðvitað sveiflast talsvert innan dagsins og á milli daga. En akkúrat í augnablikinu þá höfum við séð það að verðið hefur verið að fara upp en er síðan á niðurleið aftur. Þannig að við höfum ekki séð neina sérstaka ástæðu til þess að bregðast við í dag. En auðvitað reynum við að láta eldsneytisverðið hér endurspegla það sem er að gerast á heimsmarkaðinum en það verður auðvitað að hafa í huga að gengið á dollaranum getur haft heilmikil áhrif þar á. Þannig að við verðum bara að sjá hvernig staðan verður í lok dags,“

Í síðustu viku hækkaði Olís eitt félaga á markaði verðið á bensíni og dísilolíu en hin félögin fylgdu ekki í kjölfarið.  Of snemmt er að segja til um hvort samkeppni á íslenska olíumarkaðnum sé að aukast eða hvort um sé að ræða tímabundinn óróa.

Þegar þessi frétt er rituð undir kl. 11 eru bara N1 og Skeljungur með þriggja króna hækkunina hjá sér.