Olíufélögin hafa hækkað álgningu sína verulega undanfarið

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir að Olíu­fé­lög­in hafa hækkað álagn­ingu sína veru­lega að und­an­förnu, enda hef­ur eldsneytis­verð ekki fylgt heims­markaði og geng­isþróun að öllu leyti. Fram kom í viðtali við Runólf í Morgunblaðinu að meðalálagn­ing olíu­fé­lag­anna á hvern seld­an bens­ín­lítra í fe­brú­ar var ríf­lega 46 kr. en um 60 kr. í mars.

„Heims­markaðsverð hef­ur farið lækk­andi, meðal ann­ars vegna auk­inn­ar fram­leiðslu í Sádi-Ar­ab­íu og minni eft­ir­spurn­ar sem má rekja til kór­ónufar­ald­urs­ins. Þegar olíu­verð á heimsvísu fer lækk­andi er ef til vill auðveld­ara hér inn­an­lands að fela hærri álagn­ingu, sem klár­lega er veru­leik­inn.“

Runólfur kom fram í Bítinu, morgunþætti Bylgjunnar, og ræddi olíuverð og ítrekaði að svigrúmið til frekari verðlækkana sé umtalsvert. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið jafn lágt í 18 ár. Runólfur sagði m.a. á Bítinu það mjög jákvætt fyrir samfélagið í öllum þeim hremmingum sem nú ganga yfir að fá ódýrara olíuverð. Lægra verð nýtist öllum, ekki síst heimilum í landinu og fyrirtækjum.

Að teknu tilliti til veikingu krónunnar þá erum við sjá að meðal álgning olíufélaganna er að meðaltali 16 krónum hærri í marsmánuði samaborið við verð febrúar og janúar. Runólfur segir það klára vísbendingu um það að hvernig olíufélögin séu á bremsunni að skila verðlækkuninni til neytenda.

Viðtalið við Runólf Ólafsson í Bítinu á Bylgjunni má nálgast hér.

Umfjöllun í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins um þróun olíuverðs