Olíugjaldið óbreytt til 1. júlí

The image “http://www.fib.is/myndir/ArniMatt.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Árni Mathiesen fjármálaráðherra.
Fjármálaráðherra hefur lagt fram á alþingi lagafrumvarp um að tímabundin lækkun á olíugjaldi um fjórar krónur á hvern lítra dísilolíu fyrir bifreiðar verði áfram við lýði til 1. júlí nk. Lækkunin átti aðrenna út þann 31. desember.
Upphaflega var olíugjaldið ákveðið 45 krónur á hvern lítra en var lækkað í 41 kr. tímabundið með sérstökum lögum sem gilda áttu til 31. desember nk. Tilgangur með lækkuninni var að bregðast við óhagstæðri þróun á geimsmarkaðsverði á dísilolíu samanborið við heimsmarkaðsverð  á bensíni.
Í athugasemdum við frumvarp fjármálaráðherra segir m.a. að eitt af markmiðum laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl., sé að innbyrðis samræmi sé í skattlagningu á dísilolíu og bensíni þannig að dísilknúnar fólksbifreiðar verði álitlegri kostur fyrir einstaklinga en þær hafa verið hingað til og að sambærilegar rekstrarforsendur eigi við hvort sem bifreið er dísil- eða bensínknúin.