OPEC eykur framleiðsluna og olíuverð fellur um rúmlega 3%
Olíuverð lækkaði í morgun á mörkuðum eftir óvænta tilkynning Samtök olíuframleiðsluríkja,OPEC, um aukningu á olíuframleiðslu upp í 411.000 þúsund tunnur á dag. Sérfræðingur segir ríkin ætla sér aukna hlutdeild í olíusölu.
Verð á olíu lækkaði nokkuð á mörkuðum í morgun eftir að átta OPEC ríki tilkynntu á laugardag að þau hygðust auka framleiðslu sína verulega. Þeirra á meðal eru Rússland og Sádi Arabía og AFP hefur eftir Jorge Leon, greinanda hjá Rystad Energy, að ákvörðunin hafi komið sem þruma úr heiðskíru lofti.
Helstu hlutabréfamarkaðir í Asíu eru lokaðir vegna helgidaga. Hráolíuverð hefur verið á niðurleið vegna ótta um samdrátt á heimsvísu vegna tollastefnu Donalds Trump Bandaríkjaforseta.
OPEC hefur kastað sprengju á olíumarkaðinn
Samtals 22 lönd, flest þeirra mjög háð olíu, höfðu þar til nýlega nýtt sér skort á framboði til að hækka verð, með því að halda milljónum tunna í varabirgðum.
OPEC hefur kastað sprengju á olíumarkaðinn," sagði Jorge Leon, greiningaraðili hjá Rystad Energy.Hann sagði ennfremur að ákvörðun dagsins séu skýr skilaboð um að hópurinn undir forystu Sádi-Arabíu er að breyta stefnu sinni og sækjast eftir markaðshlutdeild eftir ár af framleiðsluskerðingum. Þessi stefnubreyting mun einnig skapa tækifæri til að byggja upp góð samskipti við Bandaríki Donalds Trump, hélt hann áfram.
Skömmu eftir að Trump tók við embætti í janúar hvatti hann Sádi-Arabíu, sem stýrir olíusamsteypunni, til að auka framleiðslu til að lækka verð. Í síðasta mánuði lækkaði hópurinn örlítið spá sína um vöxt olíueftirspurnar og vísaði til áhrifa bandarískra tolla á heimshagkerfið.
OPEC áformar að hraða enn frekar aukningu olíuframleiðslu og gæti afturkallað 2,2 milljónir tunna á dag af sjálfviljugum skerðingum fyrir lok október ef aðildarríkin bæta ekki fylgni við framleiðslukvóta sína, sögðu heimildir frá hópnum við Reuters.