Opel Adam náði ekki 5. stjörnunni

http://www.fib.is/myndir/Ncacp1.jpg
http://www.fib.is/myndir/Ncap2.jpg
http://www.fib.is/myndir/Ncap3.jpg
http://www.fib.is/myndir/Ncap4.jpg
http://www.fib.is/myndir/Ncap5.jpg

Euro NCAP hefur nú árekstursprófað fimm nýja bíla. Fjórir fengu fullt hús eða fimm stjörnur. Sá fimmti, Opel Adam,  má láta sér nægja fjórar. Þrír þessara bíla eru fáanlegir á Íslandi um þessar mundir. Þeir eru Maxda 6, Lexus IS og Toyota Corolla. Mitsubishi Space Star/ Mirage og Opel Adam hafa ekki verið  á íslenska nýbílamarkaðinum.

Þótt lífsstílsbíllinn Opel Adam, sem dregur nafn sitt af stofnanda Opel,  nái ekki fimmtu stjörnunni þá munar vissulega ekki miklu, eða einungis einu stigi af 100 í heildareinkunn allra prófunarþáttanna. Til að fá fimmtu stjörnuna verða bílar að ná minnst 80 stigum af 100 í samanlögðum prófunarþáttum. Opel Adam náði 79 stigum. Stigið einasta eina sem vantaði var í prófunarþáttunum sem lúta að öryggi barna og fótgangandi.

Mazda 6, Lexus IS og Toyota Corolla eru þessa dagana í forvali Bandalags ísl. bílablaðamanna á bíl ársins 2014. Í þessu forvali verður einn bíll úr hverjum stærðar- og gerðarflokki valinn. Úrslitabílarnir verða síðan teknir til sérstakrar skoðunar og sá bíll sem flest stig hlýtur í því verður útnefndur bíll ársins síðar í þessum mánuði.