Orkuskipti – hvað þarf til

Hvað þarf til þess að skipta út jarðefnaeldsneyti á Íslandi í græna orku, bæði til að standast alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum og fyrir fullt og allt?

Opinn ársfundur Samorku mun taka á þessum spurningum og svara þeim. Fundurinn verður haldinn í Norðurljósum, Hörpu, 10. mars frá klukkan 13.00-16.15.

Dagskrá:

Ávarp formanns – Helgi Jóhannesson, formaður stjórnar Samorku
Ávarp ráðherra – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Þriðju orkuskiptin: Innviðir og orkuþörf – Auður Nanna Baldvinsdóttir, Landsvirkjun og Sigurjón Kjærnested, Samorka
Tækifærið þitt er núna – Sigurður Ingi Friðleifsson, Orkusetri
Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, Samorku

Kaffihlé
Einn, tveir og orkuskipti! – Sýning á hreinorkufarartækjum og lausnum. Allir velkomnir.
Eru orkuskiptin hagkvæm? – Ingvar Freyr Ingvarsson, Samorku
Svona hleður landinn: Niðurstaða rafbílarannsóknar Samorku – Scott Lepold, GEOTAB og Kjartan Rolf Árnason, RARIK.
Leiðir til orkuskipta á hafi: Pathways for Decarbonisation – Elena Hauerhof, University Maritime Advisery Services
Fundarstjóri: Hafrún Þorvaldsdóttir, Orku náttúrunnar

Sýningin Einn, tveir og orkuskipti! verður samhliða ársfundinum á jarðhæð Hörpu. Þar verður til sýnis úrval farartækja sem ganga fyrir hreinni orku og lausnir fyrir orkuskiptin. Það verður því allt á einum stað fyrir þá sem hafa áhuga á að skipta yfir í umhverfisvænan fararskjóta strax í dag.

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Skráningar er óskað hér í formið fyrir neðan (ath að hak fyrir aðalfund er eingöngu ætlaður aðildarfélögum Samorku).