Peterhansel nú fjórði

http://www.fib.is/myndir/Al-AttyaThorner.jpg
Tina Thörner og Al Attya.

BMW-ökumaðurin Al-Attiya frá Qatar og aðstoðarökumaður hans, hin sænska Tina Thörner sigruðu í þriðju lotu Dakar rallsins í gær og skutust þar með upp í annað sætið í keppninni. Stephane Peterhansel (Mitsubishi) er eftir keppni gærdagsins kominn niður í fjórða sæti úr því þriðja. Carlos Sainz (VW) er enn í fyrsta sætinu með einungis rúmlega einnar og hálfrar mínútu forskot á Al-Attiya.

Sérleið gærdagsins var að mestu malarvegur, 551 km. Nokkrir beinir og breiðir kaflar voru á leiðinni þar sem ökumenn gátu gefið hressilega í. Al-Attya, sem ekur BMW X3 CC, lét ekki sitt eftir liggja í því efni og var með besta tímann á öllum tímatökustöðvum nema einni.

Við upphaf keppni í gær var Al Attya fjórum mínútum á eftir Carlos Sainz eftir að hafa villst af leið í áfangunum á undan. En hann saxaði verulega á forskot Sainz og þau Tina Thörner eru greinilega til alls líkleg í keppninni. Eftir gærdaginn er staðan í keppninni þessi:

1) Carlos Sainz, VW, 7.49,22
2) N. Al-Attiyah, BMW, +1,41
3) G. De Villiers, VW, +3,05
4) S. Peterhansel, Mitsubishi, +6,37
5) J. Roma, Mitsubishi, +8,56
6) M. Miller, VW, +13,12