Peugeot 208 mest seldi bíllinn í Danmörku

Peugeot 208 var mest seldi bíllinn í Danmörku 2018 en alls seldust 8.776 bifreiðar af þessari tegund. Annar mest seldi bíllinn var Nissan Qashqai, alls 7.638 bifreiðar, og 6.145 bifreiðar af Volkswagen Golf seldust sem kom í þriðja sætinu. Í sætum þar á eftir komu VW Polo, Citroen C3, Toyota Yaris, VW Up og Renault Clio.

Stærsta stökkið á listanum átti Citroen C3 en sala á þessum bíl jókst um 50% á milli ára. Sala á VW Upp jókst um 32% og Toyota Aygo um 11%. Nýskráningar á bílum í Danmörku nam 220.000 á síðasta ári og minnkaði um tæp 1% í samanburði við árið 2017.