Porsche besta bíltegundin

http://www.fib.is/myndir/Porsche-Cayman.jpg
Porsche - besta bíltegundin að mati Þjóðverja.

Af þýskum bifreiðaeigendum eru eigendur Porsche þeir ánægðustu með bíla sína. Næst besti bíllinn að mati Þjóðverja er Subaru og Jaguar er svo í þriðja sæti, Honda í því fjórða og Volvo í fimmta. En þegar ánægja Þjóðverja með bílana og með þjónustu umboðsaðila er vegin saman fer Subaru með sigur af hólmi.  

ADAC, hið þýska systurfélag FÍB hefur fengið svör frá um 56 þúsund bifreiðaeigendum um hversu þeir eru ánægðir eða óánægðir með bíla sína og viðurgerning umboða og þjónustuaðila. Porsche er þriðja árið í röð besta bíltegundin að mati Þjóðverjanna.

Versta bíltegundin er hins vegar Renault að mati Þjóðverja en Renault hafnar fyrir neðan Fiat og Peugeot. Þýsku bílaeigendurnir eru greinilega ánægðastir með þjónustu við japanska bíla því að sex japanskar tegundir raða sér í efstu sætin í því efni. Efstur er sem fyrr segir Subaru, þá Toyota, Mitsubishi, Honda, Mazda og Daihatsu.

Verst finnst fólki hins vegar þjónustan við Smart, Renault, Alfa Romeo og Volkswagen talið neðan frá og upp.

Þegar einkunnir bíleigendanna sem þeir gefa annarsvegar bílunum sjálfum og þjónustunni hins vegar er slegið saman í eina aðaleinkunn er röðin þannig að efstur er Subaru sem fyrr segir, þá Porsche, Honda, Toyota og Jaguar. Toyota hefur oft vermt efsta sætið en hafnar nú í því þriðja og einungis einu einkunnarstigi ofan við Jaguar.

Óánægðastir með bæði bíl og þjónustu eru eigendur Renault, Smart og Fiat talið frá botninum.
http://www.fib.is/myndir/ADAC-anagja.jpg

 http://www.fib.is/myndir/ADAC_total.jpg