Porsche verksmiðjurnar í skýjunum með nýjar sölutölur

Þýsku Porsche verksmiðjurnar birtu í vikunni sölutölur fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins og kemur í ljós að verksmiðjurnar hafa aldrei selt fleiri bíla. Oliver Blume, stjórnarformaður Porsche AG, segir þessa niðurstöðu mjög ánægjulega og undirstriki að fyrirtækið er á réttri braut. Fyrirtækið bjóði upp á góða og spennandi bíla sem kaupendur um allan heim sýni mikinn áhuga.

Á fyrsta ársfjórðungnum nam söluaukningin um 7%. Mesta aukningin var í Asíu en ennfremur gekk vel á heimamarkaði. Tegundirnar Panamera og Macan seljast mest og segir Blume ekki ástæða til annars en að vera bjartsýn á komandi mánuði ef gengi erlendra gjaldmiðla haldist stöðugt.  Kaupendahópurinn fer stækkandi og fyrirtækið sé opið fyrir nýjungum sem tengjast framtíðinni.

,,Ef þróunin verður með sama hætti myndi það gera Porsche-verksmiðjunum kleift að viðhalda stöðu sinni sem einn af arðbærustu bifreiðaframleiðendum heims,“ segir Oliver Blume.