Prius, Ioniq og Tiguan öruggastir 2016

Euro NCAP hefur birt frétt um þá þrjá bíla sem best hafa komið út í árekstrarprófunum ársins, hver í sínum stærðarflokki. Hyundai Ioniq er bestur minni fjölskyldubíla,Toyota Prius bestur þeirra stærri og VW Tiugan bestur minni jepplinga

Í flokki stærri fjölskyldubílanna voru tveir bílar og reyndist mjög mjótt á munum milli sigurvegarans Toyota Prius og hins nýja Alfa Romeo Giulia. Hyundai Ioniq varð efstur á listanum yfir minni fjölskyldubílana og bar þar sigurorð af hinum sem voru SSangYong Tivoli/ XLV, Fiat Tipo, Kia Niro og Subaru Levorg.

Volkswagen Tiguan hafði sigur í minni jepplingaflokknum yfir Audi Q2, Seat Ateca og Peugeot 3008.

Euro NCAP tekur sérstaklega fram að nýi Mercedes Benz E-bíllinn hafi staðið sig afbragðsvel en þar sem enginn annar bíll í þessum stærðarflokki lúxusbíla var árekstursprófaður á árinu, sé ekki forsendur til að útnefna sigurvegara í flokknum.