Stærsta dísilvélaverksmiðjan fer yfir í rafmótorinn

Hröð þróun er að eiga sér stað á bílamarkaði en æ fleiri bílaframleiðendur horfa nú til aukinnar framleiðslu á rafmagns- og tengiltvinnbílum í nánustu framtíð. Ekki verði horft framhjá þeirri staðreynd að rafmagnsbílum vex fiskur um hrygg víða um heim. Nýskráningar í Evrópu á síðustu mánuðum sýna aukna sölu bílanna og sumar staðar hafa þeir náð yfirhöndinni.

Í umfjöllun um þessa þróun kemur fram að jarðefnaeldsneytis eigi undir högg að sækja því bílaframeiðendur séu í enn meira mæli að snúa sér að framleiðslu rafmagnsbíla. Svo hart er kveðið að orði að dauði dísilólíunnar eru sagður vofa yfir á komandi árum.

Stærsta dísilverksmiðja heims í bænum Tremery á austur strönd Frakklands hefur verið í róttækri endurskoðun um nokkra hríð. Nú hefur verið ákveðið að hún fari af enn meiri krafti í framleiðslu á rafmótorum. Talið er að framleiðsla rafmótora muni tvöfaldast í ár og verða um 180.000 og stefnt að því að um 900 þúsund rafmótorar verði framleiddir á árinu 2025.

Þetta er vitnisburður um að rafbílabílaiðnaðurinn er í mikilli sókn. Eftirspurn eftir dísilbílum hefur dregist saman á síðustu árum. Ennfremur er ný reglugerð Evrópusambandsins, sem sektar bílaframleiðendur fyrir að fara yfir losunarmörk, er talin ýta undir að þeir leggi enn meiri þunga á framleiðslu rafbíla.

Það er spá margra sem þekkja þennan iðnað vel að árið 2021 verði ákveðinn tímapunktur í aukinni eftirspurn eftir rafmagnsbílum. Þess má geta að Í verksmiðju Renault í bænum Cleon á norður strönd Frakklands er skiptingin frá dísilolíu vel á veg komin en aðeins hálf bygging hýsir samsetningarlínur fyrir dísilvélar meðan tvinn- og rafmótorar dreifast á tvær heilar byggingar. Í september á síðasta ári tóku skráningar í Evrópusambandslöndum á rafvirkjum ökutækjum - rafknúnum, tengdum tvinnblendingi eða tvinnbíl framúr dísilskráningum í fyrsta skipti.

Rafmótorar eru aðeins með fimmtung af hlutum hefðbundinnar dísilvélar og setja verkalýðsforkólfar spurningamerki við störf í verksmiðjunni sem starfa um þrjú þúsund. Fullyrt er að störf verða varin af fullum þunga og starfsmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur at störfum sínum.

Ljóst er samt að aukin rafmótoraframleiðsla mun að lokum ógna störfum tengdum dísilolíu. Menn sjá fram á fækkun í Frakklandi með tíð og tíma. Þýsk vinnurannsóknarstofnun spáir því að aukin rafbílaframleiðsla gæti ógnað hundrað þúsund störfum í Þýskalandi.

Gert er ráð fyrir að 29 nýjar rafknúnar og sjö tengiltvinnbílar verði settar á markað á þessu ári, samanborið við 26 brunahreyfivélar, aðeins 14 þeirra eru dísilbílar.