Rafmagnsbíll frá Volvo á markað á næsta ári

Óhætt er að segja að forsvarsmenn Volvo, sænsku bílaverksmiðjunnar, sitja ekki með hendur í skauti en tilkynningar um ýmsar nýjungar og spennandi framtíðarsýn hafa verið að líta dagsins ljós á síðustu mánuðum. Breska bílatímaritið Autocar greinir frá því á vefsíðu sinni að á næsta ári ætlar Volvo að koma með á markað með sinn fyrsta alhliða rafmagnsbíl.

Þar kemur ennfremur fram að nýi rafmagnsbíllinn verði ámóta stór og S40 og V40 og verði byggður á hugmyndabílnum 40.2 Concept.  Útlitið mun að flestu leyti ekki breytast mikið.

Stefnt er að því að dýrasta gerð þessara bíla hafi 500 km drægi sem er eitt það mesta sem boðið hefur verið upp á fram að þessu. Í umfjöllun um þennan hreina rafmagnsbíl kemur fram að bíllinn verði mjög vel útbúinn í alla staði og verðið ætti að koma á óvart miðað við öryggi og allan útbúnað.

Að sögn talsmanns Volvo stendur þróunin yfir af fullum krafti en gríðarleg vinna liggur að baki sem mun skilar sér í góðum og áhugaverðum bíl.

Í fyrra tilkynntu Volvo bílaverksmiðjurnar kínversku að framleiða einungis rafmagnsbíla og bíla sem ganga fyrir rafmagni frá árinu 2019. Rafvæðing verði smám saman lykilþáttur í starfsemi fyrirtækisins og bílar knúnir áfram með sprengihreyfilsvél muni hægt og bítandi láta í minni pokann.

Markmiðið er að setja á markað fimm nýjar gerðir á árunum 2019 til 2021.

Segja má að markmiðin séu háleit en í viðskiptaáætlunum Geely, sem er móðurfyrirtæki Volvo, er ætlunin að selja um eina milljón rafmagnsbíla árið 2025, en þau markmið setti fyrirtækið sér reyndar fyrir einum áratug síðan. Hvort það gangi eftir verður tíminn og eftirspurn að leiða í ljós.